Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Aðalheiður í Kaffitár ósátt með Isavia
Föstudagur 12. september 2014 kl. 10:55

Aðalheiður í Kaffitár ósátt með Isavia

Óttast atvinnumissi fyrir tugi einstaklinga í FLE, brennslunni og Kruðeríi

Eins og greint var frá í gær mun Kaffitár líklega ekki halda áfram starfsemi í FLE. Fyrirtækið hefur verið með rekstur í brottfararsal flugstöðvarinnar síðastliðin 10 ár en nú verður breyting þar á þegar samningar renna út um áramótin. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Kaffitárs, segist í samtali við Viðskiptablaðið að ekki vera sátt við vinnubrögð Isavia í útboðinu.

Hún segir að Kaffitár hafi sett saman teymi fólks sem lagði drög að nýju kaffihús í FLE þar sem Ísland var í fyrirrúmi, enda hafi íslenskar áherslur verið þemað í útboðslýsingunni. Aðalheiður segist ósátt við ákvörðun valnefndar og að ganga eigi hugsanlega til samninga við alþjóðlega veitingakeðju, þegar í útboðslýsingu hafi sagt að metnaður Isavia sé að í flugstöðinni verði boðið upp á vörur sem undirstrika hið sérstaka á Íslandi og endurspegli hið besta sem boði er upp á í Reykjavík og Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég hefði haldið að við vissum hvað þyrfti að til að koma upp flottu kaffihúsi og viðhald kostaði, svona í ljósi þess að Kaffitár hefur verið með rekstur í flugstöðinni í 10 ár og rekur auk þess sjö önnur kaffihús. Mér finnst að þetta eigi að vera opinbert, ekki síst í ljósi þess að íslenska ríkið stendur á bak við útboðið.  Ég skil ekki þessa leynd.“ segir hún í samtali við vb.is. Aðalheiður segir að missa aðstöðuna í flugstöðinni sé stórmál fyrir Kaffitár, það geti þýtt atvinnumissi fyrir tugi einstaklinga í flugstöðinni, brennslunni og Kruðeríi.

Nánar á vb.is