Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Aðalflutningar með daglegar ferðir milli Suðurnesja og Reykjavíkur
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 13:37

Aðalflutningar með daglegar ferðir milli Suðurnesja og Reykjavíkur

Aðalflutningar hafa opnað starfsstöð hjá Flutningsþjónustu Suðurnesja. Boðið er upp á daglega flutninga á leiðinni Suðurnes-Reykjavík-Suðurnes. Að sögn þeirra Rúnars Ingva Eiríkssonar og Einars Árnasonar eru Aðalflutningar nýr valkostur fyrir þá sem þurfa að flytja vörur til eða frá Suðurnesjum. Þeir félagar reka Flutningsþjónustu Suðurnesja og eru með þrjá bíla í daglegum ferðum til höfuðborgarinnar. Með því að tengjast Aðalflutningum er fyrirtækið komið í tengsl við flutninganet sem nær víða um land og er vaxandi.

 

„Við byrjum með eina ferð á dag og gerum ráð fyrir að leggja af stað frá Aðalflutningum í Reykjavík kl. 13 alla virka daga. Við höfum hins vegar ráð til að koma vörum til Suðurnesja fyrr á daginn eða síðar, sé þess óskað."

 

Flutningsþjónusta Suðurnesja er með marga stóra viðskiptavini á Suðurnesjum eins og t.d. BYKO, Fram Foods, Samherja og Icelandair. Flutningsgeta fyrirtækisins sé hins vegar meiri og því séu Aðalflutningar góð viðbót við reksturinn. Þeir sem vilja koma sendingu frá Suðurnesjum til Reykjavíkur eða út á land hafa samband í síma 421 8383 en þeir sem ætla að koma vörum til Suðurnesja mæta með þær til Aðalflutninga í Skútuvogi 8 í Reykjavík.

 

Þeir félagar Einar og Rúnar sögðust myndu flytja vörur samkvæmt gjaldskrá en tilboð séu gerð í stærri flutninga og vörum sé komið til skila samdægurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024