Aðalbílar eins árs
Bifreiðastöðin Aðalbílar fagnaði eins árs afmæli sl. föstudag. Bílstjórum fyrirtækisins var boðið upp á rjómatertu og kaffi í tilefni dagsins. Leigubílstjórar Aðalbíla voru áður á Aðalstöðinni en fluttu starfsemina á nýjan stað við Hafnargötu 12 fyrir réttu ári og tóku þá upp nafnið Aðalbílar. Í gömlu þvottastöð SBK hefur bílstjórunum verið búin myndarleg aðstaða til hvíldar og eins til að taka inn bíla og þrífa, svo eitthvað sé nefnt. Nánar verður fjallað um afmæli Aðalbíla í Víkurfréttum á fimmtudaginn og þá er m.a. rætt við tvo bílstjóra sem hafa verið svo lengi í leiguakstri að það var vinstri umferð á Íslandi þegar þeir kveiktu fyrst á gjaldmæli.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson