ABSALON Í KEFLAVÍK
Tískuvöruverslunin Absalon opnaði þann 27. ágúst sl. en hún er staðsett við Hringbraut 92c. Verslunin sérhæfir sig í vinsælum merkjafatnaði og fylgihlutum fyrir unga fólkið. Eigendur Absalon eru hjónin María Guðmundsdóttir og Neville Anderson. „Við erum með vinsæl merki eins og FUBU, KANI, BOSS, Malone, Wu Tang og Tommy Hillfiger og viðskiptin hafa gengið vel síðan við opnuðum. Við höfum hugsað okkur að bæta vöruúrvalið smá saman og í nóvember förum við að selja skó frá vinsælum hönnuðm”, sagði María Guðmundsdóttir.