Aalborg Portland segir að fagna beri samkeppni á íslenskum sementsmarkaði
Fyrirtækið Aalborg Portland Íslandi sem hefur birgðastöð í Helguvík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er ásökunum um að félagið stundi undirboð á sementsmarkaði hér á landi og segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu að það sé ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins, þ.e. Sementsverksmiðjunnar hf. Aalborg Portland segist bjóða Íslendingum sement sem þoli verðsamanburð við Evrópulönd.
Yfirlýsing Aalborg Portland Íslandi er eftirfarandi:
Aalborg Portland Íslandi hf. (APÍ) mótmælir ásökunum Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi, ályktun fundar á vegum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Rafiðnaðarsambands Íslands, um að félagið stundi undirboð á sementsmarkaði. APÍ hefur boðið Íslendingum sement sem þolir verðsamanburð við Evrópulönd frá því félagið hóf innflutning haustið 2000. Félagið hefur ekki ástundað undirboð en mun kappkosta að bjóða Íslendingum gæða sement á góðu verði. Fremur en að gagnrýna APÍ ber að fagna samkeppni á íslenskum sementsmarkaði.
Hið virta tímarit, International Cement Review, birti úttekt á verði sements í Evrópu í júní 2001. Þar kemur fram, að áður en APÍ hóf innflutning, hafi sementsverð í gervallri Evrópu verið langhæst á Íslandi, tonnið vel yfir 100 evrur á meðan það var 55-75 evrur í V-Evrópu. „Ísland er öfgafullt dæmi um lítinn, fjarlægan markað þar sem hráefni er fráleitt ákjósanlegt,” segir í grein blaðsins. Vegna hins háa sementsverðs á undanförnum árum og áratugum undanskilur tímaritið Ísland í samantekt sinni á sementsverði í Evrópu.
APÍ hóf að flytja inn sement í lausu til Íslands frá Danmörku haustið 2000. Um þær mundir lækkaði Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi verð til sementskaupenda umtalsvert. Afleiðingarnar hafa komið í ljós. Sementsverksmiðjan hf. var rekin með 228 milljóna króna halla árið 2001 og forsvarsmenn verksmiðjunnar segja að það stefni í mikinn hallarekstur árið 2002.
APÍ bendir á að Sementsverkmiðjan hf. á Akranesi hafi kært félagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintrar undirverðlagningar á innfluttu sementi. Samkeppnisstofnun sá ekki ástæðu til þess að grípa til aðgerða samkvæmt úrskurði í maí 2002. Í úrskurðinum felst, að Samkeppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnislaga. Úrskurðurinn var staðfestur af Áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ítrekaðar dylgjur um undirboð eru því ólíðandi og vitnisburður um veikan málstað Sementsverksmiðjunnar og ekki sæmandi ríkisfyrirtæki.
Aalborg Portland Íslandi hf. kærði í ársbyrjun Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisstofnunar fyrir brot á góðum viðskiptaháttum. Við forathugun Samkeppnisstofnunar var talið koma til álita að sekta Sementsverksmiðjuna fyrir brot á samkeppnislögum. Af því var þó ekki þar sem Sementsverksmiðjan var ekki talin markaðsráðandi, þó hún á þessum tíma hafi ráðið um 80% af íslenskum sementsmarkaði. Í athugun er af hálfu APÍ að áfrýja þeim úrskurði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Sementsverksmiðjan kærði í árslok 2001 Aalborg Portland A/S í Danmörku til Eftirlitsstofnunar EFTA - ESA vegna meintra undirboða. Aalborg Portland A/S skilaði greinargerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöllunar. APÍ hvetur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins.
Aalborg Portland Íslandi hf. er rekið með hagnaði og f.o.b - verð Aalborg Portland A/S í Danmörku á sementi til Íslands er sambærilegt við önnur lönd sem fyrirtækið selur til innan Evrópu. Aalborg Portland A/S í Danmörku og dótturfyrirtæki þess á Íslandi eru þess fullviss að niðurstöður ESA staðfesti að ástunduð séu heiðarleg viðskipti á Íslandi, eins og fyrirhugað er að gera um ókomna tíð. APÍ vísar á bug ásökunum og dylgjum um undirboð. Þvert á móti ættu Íslendingar að fagna því að samkeppni ríki loks á íslenskum sementsmarkaði, eftir liðlega 40 ára ríkiseinokun á framleiðslu og sölu á sementi. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skandia fyrir Einkavæðingarnefnd árið 1999 kom fram að verð á sementi var mun hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Heilbrigð samkeppni stuðlar að lækkun byggingarkostnaðar og bættum lífskjörum Íslendinga. Það er kjarni málsins.
Yfirlýsing Aalborg Portland Íslandi er eftirfarandi:
Aalborg Portland Íslandi hf. (APÍ) mótmælir ásökunum Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi, ályktun fundar á vegum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Rafiðnaðarsambands Íslands, um að félagið stundi undirboð á sementsmarkaði. APÍ hefur boðið Íslendingum sement sem þolir verðsamanburð við Evrópulönd frá því félagið hóf innflutning haustið 2000. Félagið hefur ekki ástundað undirboð en mun kappkosta að bjóða Íslendingum gæða sement á góðu verði. Fremur en að gagnrýna APÍ ber að fagna samkeppni á íslenskum sementsmarkaði.
Hið virta tímarit, International Cement Review, birti úttekt á verði sements í Evrópu í júní 2001. Þar kemur fram, að áður en APÍ hóf innflutning, hafi sementsverð í gervallri Evrópu verið langhæst á Íslandi, tonnið vel yfir 100 evrur á meðan það var 55-75 evrur í V-Evrópu. „Ísland er öfgafullt dæmi um lítinn, fjarlægan markað þar sem hráefni er fráleitt ákjósanlegt,” segir í grein blaðsins. Vegna hins háa sementsverðs á undanförnum árum og áratugum undanskilur tímaritið Ísland í samantekt sinni á sementsverði í Evrópu.
APÍ hóf að flytja inn sement í lausu til Íslands frá Danmörku haustið 2000. Um þær mundir lækkaði Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi verð til sementskaupenda umtalsvert. Afleiðingarnar hafa komið í ljós. Sementsverksmiðjan hf. var rekin með 228 milljóna króna halla árið 2001 og forsvarsmenn verksmiðjunnar segja að það stefni í mikinn hallarekstur árið 2002.
APÍ bendir á að Sementsverkmiðjan hf. á Akranesi hafi kært félagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintrar undirverðlagningar á innfluttu sementi. Samkeppnisstofnun sá ekki ástæðu til þess að grípa til aðgerða samkvæmt úrskurði í maí 2002. Í úrskurðinum felst, að Samkeppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnislaga. Úrskurðurinn var staðfestur af Áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ítrekaðar dylgjur um undirboð eru því ólíðandi og vitnisburður um veikan málstað Sementsverksmiðjunnar og ekki sæmandi ríkisfyrirtæki.
Aalborg Portland Íslandi hf. kærði í ársbyrjun Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisstofnunar fyrir brot á góðum viðskiptaháttum. Við forathugun Samkeppnisstofnunar var talið koma til álita að sekta Sementsverksmiðjuna fyrir brot á samkeppnislögum. Af því var þó ekki þar sem Sementsverksmiðjan var ekki talin markaðsráðandi, þó hún á þessum tíma hafi ráðið um 80% af íslenskum sementsmarkaði. Í athugun er af hálfu APÍ að áfrýja þeim úrskurði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Sementsverksmiðjan kærði í árslok 2001 Aalborg Portland A/S í Danmörku til Eftirlitsstofnunar EFTA - ESA vegna meintra undirboða. Aalborg Portland A/S skilaði greinargerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöllunar. APÍ hvetur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins.
Aalborg Portland Íslandi hf. er rekið með hagnaði og f.o.b - verð Aalborg Portland A/S í Danmörku á sementi til Íslands er sambærilegt við önnur lönd sem fyrirtækið selur til innan Evrópu. Aalborg Portland A/S í Danmörku og dótturfyrirtæki þess á Íslandi eru þess fullviss að niðurstöður ESA staðfesti að ástunduð séu heiðarleg viðskipti á Íslandi, eins og fyrirhugað er að gera um ókomna tíð. APÍ vísar á bug ásökunum og dylgjum um undirboð. Þvert á móti ættu Íslendingar að fagna því að samkeppni ríki loks á íslenskum sementsmarkaði, eftir liðlega 40 ára ríkiseinokun á framleiðslu og sölu á sementi. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Skandia fyrir Einkavæðingarnefnd árið 1999 kom fram að verð á sementi var mun hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Heilbrigð samkeppni stuðlar að lækkun byggingarkostnaðar og bættum lífskjörum Íslendinga. Það er kjarni málsins.