Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Á ferð og flugi um Suðurnes með fisk og franskar
Laugardagur 2. desember 2017 kl. 10:00

Á ferð og flugi um Suðurnes með fisk og franskar

Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir verða á ferð og flugi á ISSI FISH&CHIPS-vagninum á aðventunni. Þau reka einn vagn á Fitjum sem þau hófu rekstur á í sumar og eru svo með annan sem verður á ferðinni milli bæjarfélaganna á Suðurnesjum þar sem fiskur og franskar verða boðin til sölu.
 
Á mánudögum verður Issi með vagninn í Vogum hjá Þorbirni, á þriðjudögum í Garði við gamla pósthúsið á miðvikudögum í Sandgerði í porti við grunnskólann og vagninn verður í Grindavík á fimmtudögum og föstudögum á Festistplaninu hjá GEO hotel. Vagninn er opinn kl. 18-20 í þessum sveitarfélögum en að sjálfsögðu ræðst opnun að því að veður sé þannig að hægt sé að ferðast með vagninn á milli staða.
 
Jóhann Issi sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta sé spennandi tilraun til að hressa upp á bæjarbrag á aðventunni. Þau hjónin fá nýjan fisk í vagninn á hverjum degi og allt ferlið er sniðið til að skila hámarks gæðum til neytandans. Á myndinni brugðu þau Issi og Hjördís á leik á táknrænum stað fyrir þá sem verða á ferð og flugi.
 
VF-mynd: HBB
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024