90% nýting gistiaðstöðinni
Fyrirtækið sem margir þekkja undir nafninu Alex bílahús hefur breyst mikið frá stofnun þess árið 1993. Árið 2002 var bætt við þjónustuna og farið að bjóða gistingu. Sá hluti starfseminnar hefur vaxið jafnt og þétt og í dag er pláss fyrir 80 manns í gistingu í húsi og jafn marga á tjaldstæði. Nú heitir fyrirtækið Alex Ferðaþjónusta við Leifsstöð og þegar mest lætur vinna þar um 30 manns.
Alexander Guðmundsson sölustjóri hjá Alex segir viðskiptin það sem af er sumri hafa gengið mjög vel og að mikil ásókn sé í þjónustu þeirra. Lætur nærri að 90% nýting sé á gistiaðstöðunni sem var stækkuð mikið nýlega. Meirihluti gistiaðstöðunnar er í litlum húsum fyrir aftan aðalbygginguna og bætt var við tíu nýjum húsum nú í vor. Þau eru þá orðin 19 talsins og hvert þeirra er útbúið fyrir tvær til þrjár manneskjur. Auk húsanna eru sjö herbergi í aðalbyggingunni og því 26 gistiaðstöður að tjaldsvæðinu undanskildu. Þjóðverjar, Bretar, Spánverjar og Ítalir eru þær þjóðir sem eru mest áberandi að sögn Alexanders, en mikill meirihluti viðskiptavina þeirra eru erlendir ferðamenn.
Fallegar myndir af Suðurnesjum og nágrenni prýða veggina í móttökunni og bæklingar sem kynna þjónustu og áhugaverða staði á svæðinu fást gefins, en staldra ferðamennirnir eitthvað við hér suðurfrá? „Því miður er það lang algengast að ferðamenn gisti hér eina eða tvær nætur sitthvoru megin við flugið sitt. Sumir staldra lengur við og skoða sig um hér í nágrenninu, en miðað við hvað það er margt að sjá hér á Suðurnesjum þá er það allt of sjaldgæft," segir Alexander en bætir við að opnun Víkingaþorpsins muni eflaust verða til þess að fólk stoppi hér lengur. Meira mætti þó
Mikið er að
Á veturna er það bílaþjónustan sem veitir þeim mest viðskipti og eru það þá auðvitað Íslendingar sem geyma bílana sína meðan þeir eru erlendis og fá bílinn svo nýbónaðan til baka þegar komið er úr fríinu. Það er því mikil og öflug starfsemi hjá Alex þótt auðvitað sé hún í hámarki yfir sumartímann. Þessa dagana vinna verkamenn við að leggja lokahönd á nýju gisithúsin og umhverfi þeirra og að þeim meðtöldum eru um 35 manns sem vinna á svæðinu. Það er því óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta fyrirækið í ferðaþjónustu hér á Suðurnesjum.