Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:08

80 MILLJÓN KR. HAUSAÞURRKUNARVERKSMIÐJA

Sjávarútvegsrisarnir í Grindavík, Fiskanes, Þorbjörn, Stakkavík, Vísir og Gjögur ásamt H. Péturssyni í Garði hafa tekið saman höndum og ákveðið að reisa 1.200 fermetra hausaþurrkunarverksmiðju í Grindavík. Áætlaður kostnaður vegna verksmiðjunnar 80 m.kr. Gunnar Tómasson, stjórnarformaður Þorbjörns hf., sagði að nýja fyrirtækið, Haustak hf., ætti að standa undir sér og verða samkeppnisfært varðandi hráefniskaup. „Hugmyndin vaknaði fyrir 2-3 mánuðum síðan. Þessi fyrirtæki hafa ýmist selt öðrum þessar afurðir eða verkað þær sjálf. Hausaþurrkunarvinnslan krefst í dag meiri sérhæfingar en áður og með sameiningunni verður okkur kleift að fjárfesta í bestu tækninni sem skilar sér í vandaðri vöru. Staðsetning verksmiðjunnar hefur ekki verið ákveðin og er unnið að þeim málum í samvinnu við Grindavíkurbæ. Frá hausaþurrkunarvinnslum hefur löngum stafað mikil ólykt, sem gerir staðsetningu verksmiðjunnar mikilvægt atriði, en við hyggjust gera það sem hægt er til að lyktarmengunin verði sem minnst“. Gert er ráð fyrir að afköst verksmiðjunnar verði 4-5 þúsund tonn á ári og 10-15 starfsmenn starfi þar allajafna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024