Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

77 kaupsamningar og 78 leigusamningar í janúar
Miðvikudagur 13. febrúar 2019 kl. 09:32

77 kaupsamningar og 78 leigusamningar í janúar

Alls var 78 húsaleigusamningum þinglýst á Suðurnesjum í janúar. Þetta eru 4,9% færri samningar en í desember þegar 82 samningum var þinglýst. Hins vegar var 18,2% fleiri samningum þinglýst í janúar í ár en á sama tíma í fyrra þegar 66 samningum var þinglýst.
 
Á Reykjanesi var 77 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í janúar. Þar af voru 47 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.580 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,5 milljónir króna. 
 
Af þessum 77 voru 59 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 43 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.956 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,1 milljónir króna.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024