Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

70-80% aukning í sumar á Thai Keflavík
Magnús segir ferðamenn hafa komið gríðarlega sterkir inn í sumar. VF-mynd/pket.
Fimmtudagur 25. júní 2015 kl. 11:45

70-80% aukning í sumar á Thai Keflavík

-ferðamennirnir að koma sterkir inn

„Það er bara alger sprenging, 70-80% aukning frá því í fyrra,“ segir Magnús Heimisson eigandi Thai Keflavík veitingastaðarins við Hafnargötu í Keflavík.

Magnús segir að ferðamenn séu stór hluti viðskiptavina sinna í sumar og aukningin í rekstrinum sé fyrst og fremst út af þeim. „Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega mikið. Ég hef t.d. fengið marga hópa af Kínverjum. Þú rétt misstir af stórum hópi hérna áðan. Þá hef ég fengið marga hingað á veitingastaðinn frá hótelunum og gististöðunum á svæðinu. Þó svo  að flestir ferðamannanna stoppi ekki lengi á Suðurnesjum er þó ljóst að þeir koma hingað. Ættu ekki allir bæir í grennd við alþjóðan flugvöll að njóta nærverunnar. Það hefði ég haldið,“ sagði veitingamaðurinn við fréttamann VF í vikunni.

Aðspurður um hvað ferðamennirnir vildu borða sagði Magnús að flestir sem kæmu af hótelunum væru búnir að borða íslenskan mat í ferðinni og vildu því fá eitthvað annað áður en þeir færu heim. „Þeir spyrja bara hvar þeir geti fengið gott að borða. Þeir fá það hér,“ sagði Magnús og hlær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024