Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

5000 gestir á byggðasafninu á Garðskaga
Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 08:45

5000 gestir á byggðasafninu á Garðskaga

Frábær aðsókn hefur verið að Byggðasafni Garðskaga og veitingastaðnum Flösinni í sumar. Fimm þúsund gestir hafa heimsótt safnið frá 1. mai sl. Ekki eru meðtaldir þeir sem hafa fengið sér hressingu á Flösinni.

þá hefur tjaldsvæðið verið mikið notað í sumar,og mikið af fólki farið upp í stóra vitann,og verið í fjöruferðum,fugla og hvalaskoðun en talsvert hefur sést af hval rétt innann við Garðskagaflösina í sumar.
 
Byggðasafnið er opið alla daga frá kl 13:00-17:00 til 31.október í vetur eftir samkomulagi.

Flösin er opin virka daga frá kl 13:00-22:00,um helgar frá kl 13:00-24:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024