Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

4X4 jeppi ársins á sýningu hjá Bílabúð Benna
SsangYong Rexton vakti mikla athygli á fjölmennri frumsýningu hjá Bílabúð Benna Krókhálsi síðasta laugardag
Föstudagur 18. janúar 2019 kl. 15:00

4X4 jeppi ársins á sýningu hjá Bílabúð Benna

SsangYong Rexton verður á sýningu hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ nk.  laugardag. Rexton vakti mikla athygli þegar hann var frumsýndur um síðustu helgi og nú fá Suðurnesjamenn að skoða þennan nafntogaða lúxusjeppa. Hann hlaut titilinn 4X4 jeppi ársins samkvæmt árlegri úttekt 4X4 Magazine, sem er eitt þekktasta fagritið um jeppa.

Samkeppnin var hörð, en niðurstaða dómnefndar var afgerandi; SsangYong Rexton hlaut hæstu einkunn, bæði sem besti jeppinn og bestu kaupin og þar með titilinn „Best 4X4 of the year“.  Gestur Benediktsson, sölustjóri Bílabúðar Benna, segir að Rexton sé einn fárra jeppa í dag sem byggður sé á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. „Þar með er sannarlega ekki allt upp talið því að Rexton er hlaðinn tæknibúnaði og þægindum sem láta mun dýrari jeppa blikna í samanburði,“ segir Gestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fólk er sammála gagnrýnendum um að Rexton sé stórglæsilegur, jafnt utan sem innan. Stærðin kemur líka flestum á óvart, enda fer vel um 7 manns. Þá vekur athygli að dráttargetan er heil 3 tonn og svo á verðið örugglega eftir að gleðja marga,“ segir Gestur.

„Við hlökkum til að sýna Suðurnesjamönnum þennan verðlaunajeppa, ásamt öðrum fjórhjóladrifnum jeppum úr SsangYong fjölskyldunni á Njarðarbraut 9, í Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna.

Sýningin er laugardaginn 19. janúar kl. 10:00 – 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.