Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 17. apríl 2002 kl. 02:34

4900 sorptunnur fyrir 13,3 milljónir kr.

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja bárust tuttugu og eitt tilboð í 4900 sorptunnur með hjólum og loki, sem auglýstar voru nýverið. Fimm tilboð voru undir kostnaðaráætlun. Tunnurnar skulu vera úr plasti og hafa bæði lok og hjól. Þá skulu tunnurnar rúma 240 lítra. Sorpeyðingarstöðin segir að tunnurnar skuli afhendast í Reykjanesbæ í síðasta lagi 24. júní í sumar.Lægsta tilboðið var frá Íslenskri umhverfistækni ehf. upp á 13.340.700 kr. Merking á tunnunum er inni í verðinu. Tilboðin sem bárust hljóðuðu upp á kostnað á bilinu 13.340.700 kr. til 24.500.000 kr., ef undan er skilið frávikstilboð frá EP-verk upp á 34.300.000 kr.
Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda en tilboð hans hljóðaði upp á 90,75% af kostnaðaráætluninni 14.700.000 kr.
Ekki er tekið fram í hvaða litum tunnurnar eru en gular tunnur með bleiku loki eru ekki ofarlega á óskalistum bæjarbúa. :)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024