320 þúsund gestir í Bláa Lónið í fyrra
Rekstur Bláa Lónsins hf. gekk vel á síðasta ári. Um 320 þúsund gestir heimsóttu Bláa Lónið – heilsulind og hafa þeir aldrei verið fleiri á einu ári en frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Aðalfundur Bláa Lónsins hf. var haldinn í gær.
Rekstrartekjur félagsins árið 2003 voru 663 milljónir króna, sem er 15% aukning frá fyrra ári. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 87,5 milljónir króna, sem er 9% aukning frá fyrra ári. Hagnaður ársins var rúmlega 25 milljónir króna. Efnahagur félagsins er traustur og er eiginfjárhlutfall þess um 60%.
Bláa Lónið hf stendur nú fyrir miklum framkvæmdum á athafnasvæði félagsins í Grindavík. Bygging húðlækningastöðvar er í fullum gangi og á næstunni hefjast framkvæmdir við nýtt framleiðsluhús. Bæði þessi mannvirki verða tilbúin til notkunar á öndverðu næsta ári. Samið hefur verið við KB banka vegna fjármögnunar þessara verkefna og við Keflavíkurverktaka um framkvæmdir.
Nú á vordögum hlotnaðist Bláa Lóninu hf sá heiður, að vera veitt Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Bláa Lónið hf þykir hafa náð mjög góðum árangri í markaðsfærslu á þjónustu sinni erlendis á þeim tíu árum, sem liðin eru frá því, að félagið hóf rekstur, og það er talið hafa unnið brautryðjendastarf í uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.
Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum en hana skipa: Eðvarð Júlíusson, formaður, Júlíus Jónsson, varaformaður, Albert Albertsson, Einar Sigurðsson og Gunnar Örn Gunnarsson.
Rekstrartekjur félagsins árið 2003 voru 663 milljónir króna, sem er 15% aukning frá fyrra ári. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 87,5 milljónir króna, sem er 9% aukning frá fyrra ári. Hagnaður ársins var rúmlega 25 milljónir króna. Efnahagur félagsins er traustur og er eiginfjárhlutfall þess um 60%.
Bláa Lónið hf stendur nú fyrir miklum framkvæmdum á athafnasvæði félagsins í Grindavík. Bygging húðlækningastöðvar er í fullum gangi og á næstunni hefjast framkvæmdir við nýtt framleiðsluhús. Bæði þessi mannvirki verða tilbúin til notkunar á öndverðu næsta ári. Samið hefur verið við KB banka vegna fjármögnunar þessara verkefna og við Keflavíkurverktaka um framkvæmdir.
Nú á vordögum hlotnaðist Bláa Lóninu hf sá heiður, að vera veitt Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Bláa Lónið hf þykir hafa náð mjög góðum árangri í markaðsfærslu á þjónustu sinni erlendis á þeim tíu árum, sem liðin eru frá því, að félagið hóf rekstur, og það er talið hafa unnið brautryðjendastarf í uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.
Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum en hana skipa: Eðvarð Júlíusson, formaður, Júlíus Jónsson, varaformaður, Albert Albertsson, Einar Sigurðsson og Gunnar Örn Gunnarsson.