Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

32.320 lesa Víkurfréttir á netinu
Mánudagur 6. desember 2010 kl. 15:55

32.320 lesa Víkurfréttir á netinu

Vinsældir Víkurfrétta hafa sjaldan verið eins miklar og í nýliðinni viku þegar 32.320 notendur heimsóttu vefinn okkar, vf.is, til að lesa þar eitt og annað skemmtilegt og fróðlegt.


Eitt vinsælasta efnið á vefnum okkar í liðinni viku var viðtal við Karen Lind Tómasdóttur sem upphaflega birtist í febrúar á síðasta ári. Tenging á viðtalið birtist í umræðu um fegurðarsamkeppnir, en í viðtali Víkurfrétta talar Karen Lind um niðrandi lífsreynslu sína af þátttöku í Fegurðarsamkeppni Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ýmsar aðrar fréttir fengu einnig myndarlegan lestur í liðinni viku en innlitin á vefinn voru 67.822 sem gerir um 10.000 innlit á dag. Flestir verslunareigendur væru sáttir við þann fjölda viðskiptavina inn á gólf í verslunum sínum. Það sýnir líka auglýsingamáttinn í vf.is en þeir sem vilja nýta sér vinsælasta vefmiðil Suðurnesja er bent á að sími auglýsingadeildar er 421 0001 eða póstinn [email protected].