3000 manns í Bláa lónið á góðum degi
Miklar breytingar hafa verið gerðar á þjónusturými Bláa lónsins. Í gegnum lónið fara þegar hæst ber um 3000 manns á dag.
Betri stofa hefur verið tekin í notkun og virkar vel á notendur. Panta þarf tíma í nudd með viku fyrirvara því aðsóknin er gríðarlega góð. Lava Restaurant er þéttsetinn, sérstaklega í hádeginu og verslunin sem var stækkuð til muna fyrir ári síðan er mjög vinsæl hjá gestum Bláa lónsins.
Lónið sjálft er komið í sína endanlegu mynd og baðklefarnir eru mjög glæsilegir.
Miklar gagnrýnisraddir heyrast frá Íslendingum um verðlag í lónið en Grímur Sæmundsson, forstjóri Bláa lónins segir að með tilkomu árskorta og fjölskyldukorta er hægt að stunda Bláa lónið án mikils kostnaðar fyrir fjölskylduna.
Að sögn Gríms vinna 140 manns hjá fyrirtækinu sem hefur fært út kvíarnar með opnun verslana í Flugstöð Leifs Eiríksson, á Laugaveginum og opnun spa staðar í Reykjavík. Blue lagoon spa er við hliðina á Glæsibæ í sama húsi og Hreyfing. Þar er boðið uppá ýmsar sérstakar Spa húðmeðferðir. Fyrir líkama og andlit er boðið uppá Orkugefandi og styrkjandi kísilmeðferð, nærandi þörungameðferð, slakandi og endurnærandi leirmeðferð og nudd, lava – deluxe slökunarmeðferð, fljótandi djúpslökun og nudd, orkugefandi kísilmeðferð og nudd, slökunarnudd, slökunarnudd deluxe, partanudd, íþróttanudd og nudd fyrir verðandi mæður.
Nánar um Bláa lónið hér.
Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson.