Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

2900 gistinætur á Suðurnesjum í janúar
Fimmtudagur 3. mars 2011 kl. 09:49

2900 gistinætur á Suðurnesjum í janúar

Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 54.200 en voru 54.800 í sama mánuði árið 2010. Á Suðurnesjum voru 2.900 gistinætur í janúar sem er sambærilegt við fyrra ár.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 44.300 gistinætur í janúar samanborið við 44.900 í janúar 2010.  Gistinætur á Norðurlandi voru ríflega 1.500 janúar og fækkaði um 23%, á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum einnig á milli ára, voru tæplega 800 samanborið við 1.000 í janúar 2010. Á Suðurlandi og Austurlandi fjölgaði hinsvegar gistinóttum á milli ára. Á Suðurlandi voru 3.900 gistinætur í janúar og fjölgaði um 9% frá fyrra ári. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum hlutfallslega meira, þar voru rúmlega 700 gistinætur í janúar sem er 53% aukning miðað við janúar 2010.

Í janúar fækkaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um 7% á meðan gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 1% samanborið við janúar 2010.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024