15 ÁR Í BRANSANUM
Þær Kristín Kristjánsdóttir og Halldóra Lúðvíksdóttir hafa nú selt Suðurnesjamönnum tískufatnað um 15 ára skeið og hafa séð tímana tvenna hvað tískuna varðar.Af því tilefni báðum við þær stöllur að sýna á sér hina hliðina og urðu þær góðfúslega við þeirri ósk þrátt fyrir miklar annir í miðjum desember enda vill enginn fara í jólaköttinn.Nafn: Kristín KristjánsdóttirMaki og fjölskylda: Jón Sigurðsson og synirnir Davíð Þór og Kristinn.Atvinna: Verslunareigandi.Stjörnumerki: Steingeit (púra).Uppáhaldsflíkin: Eitthvað nógu stórt og vítt.Það versta sem þú hefur klæðst: Eitthvað þröngt (það heftir mig).Hefur Halldóra einhvern tíman gengið fram af þér í klæðaburði: Hún Dóra, Aldrei!Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig í þínu starfi í gegnum tíðina: Það yrði ekki pláss fyrir það hér.Hvernig er að vinna með Halldóru: Frábært, enda höfum við unnið saman í 15 ár.Hvernig föt myndir þú aldrei selja: Föt sem mér finnst ljót.Hvernig eru jólafötin þín í ár: Svört dragt (hvað annað!).Fær eiginmaðurinn líka jólaföt: Buxur og skyrtur.Hvernig heldur þú upp á jólin: Þau eru afslöppuð í faðmi fjölskyldunnar.Hvað verður í matinn: Hamborgarahryggur.Besta jólagjöf sem þú hefur fengið: Fjölskyldan öll heima.Ertu búin að ákveða hvert áramótaheitið verður: Heilbrigt líf.Nafn: Halldóra Lúðvíksdóttir.Maki og fjölskylda: Hannes Ragnarsson, börn: Helgi Már, Bjarnheiður og Arnar Dór.Atvinna: Kaupkona.Stjörnumerki: Vogin.Uppáhaldsflíkin: Lopapeysan, sem tengdamamma gaf mér.Það versta sem þú hefur klæðst: Víðum ljótum joggingbuxum.Hefur Kristín einhvern tíman gengið fram af þér í klæðaburði: Já með því að ganga í allt of stórum peysum.Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig í þínu starfi í gegnum tíðina: Að selja flík sem annar átti frátekna og eiga ekki aðra í staðin.Hvernig er að vinna með Kristínu: Frábært, eins og sjá má eftir öll þessi ár.Hvernig föt myndir þú aldrei selja: Föt sem mér finnst ljót.Hvernig eru jólafötin þín í ár: Hef ekki ákveðið það ennþá, kannski dragt eða kjóll.Fær eiginmaðurinn líka jólaföt: Ef hann vill sjálfur.Hvernig heldur þú upp á jólin: Á hefðbundin hátt en ég held fast í gamlar hefðir.hvað verður í matinn: Hamborgarahryggurinn er ómissandi á aðfangadagskvöld.Besta jólagjöf sem þú hefur fengið: Trúlofunarhringurinn frá manninum mínum.Ertu búin að ákveða hvert áramótaheitið verður: Ekki enn þá.