Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

125 millj. kr. hagnaður af rekstri Samkaupa
Laugardagur 17. mars 2007 kl. 10:18

125 millj. kr. hagnaður af rekstri Samkaupa

Hagnaður af rekstri Samkaupa nam 125 milljónum króna eftir  skatta á árinu 2006 og var afkoma mun betri en árið á undan sem var það lakasta í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækið rekur fjörtíu verslanir og opnaði þá nýjustu á föstudaginn í Búðakór í Kópavogi.

Heildarvörusala fyrirtækisins á sl. ári nam 11,3 milljörðum króna sem er tæplega 12% aukning frá árinu áður. Að jafnaði störfuðu rúmlega 400 manns hjá Samkaupum en Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri sagði að ráðning starfsmanna væri með erfiðari þáttum í starfseminni. Bæði væri mjög erfitt að fá fólk og fátt kæmi í veg fyrir að flytja þyrfti inn starfsfólk á næstunni frá útlöndum. Þá væri verulegur launaskriður sem gerði erfitt fyrir í rekstrinum. Sturla sagði sem dæmi að í nýjustu versluninni sem opnaði í dag var einungis búið að ráða verslunarstjóra í byrjun vikunnar en ekkert annað fólk til starfa í verslunina. 

Samkaup hf. rekur fimm gerðir af verslunum. Flestar eru Samkaup-Strax eða 14 talsins, Samkaup-Úrval eru 14 alls, Nettó verslanir eru 5, fjórar Kaskó og þá á og rekur félagið Hyrnuna í Borgaranesi. Meðal nýrra verslana sem fyrirtækið hefur tekið yfir rekstur á eru búðir t.d. á Laugarvatni og Þórshöfn og nýlega opnaði glæsileg verslun í Garðinum sem Sturla sagði að hefði fengið frábærar mótttökur. Meðal verslana sem Samkaup rekur eru smærri búðir eins og á Mývatni og fleiri ferðamannastöðum og hefur það gengið mjög vel.

Sturlu var tíðrætt um markaðshlutdeild stærstu verslanakeðjanna á Íslandi og sagði hann Samkaup vera með um 17% hlutdeild, Kaupás er næsta stærsta keðjan með UM 20% en Baugur stærst með yfir heliming af matvörusölu í landinu. Sagði Sturla líklegra að Samkaup hefði aukið hlut sinn að undanförnu en fátt kæmi í veg fyrir að stærsti aðilinn héldi áfram að stækka.


Mynd: Frá aðalfundi Samkaupa á Flughóteli í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024