Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

1200 blaðsíður á nýliðnu ári
Fimmtudagur 2. janúar 2014 kl. 15:26

1200 blaðsíður á nýliðnu ári

Víkurfréttir voru samtals 1200 blaðsíður á síðasta ári. Gefin voru út 48 tölublöð á nýliðnu ári en útgáfa féll niður einn fimmtudag í júlí og einn fimmtudag í ágúst vegna sumarleyfa. Þá voru bara þrjú tölublöð í desember.

Þegar horft er yfir árið þá má segja að að jafnaði komi út 100 síður á mánuði. Oftast var blaðið 24 síður en í 23 vikur á síðasta ári var blaðið í þeirri stærð. Níu sinnum var blaðið 16 síður, sjö sinnum 32 síður og í fjögur skipti 20 síður. Þá var gefið út eitt 40 síðna blað, tvívegis voru Víkurfréttir 48 síður og einu sinni var blaðið 64 síður.

Hér má lesa rafræna útgáfu af Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024