Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 16:09

10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

10-11 og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hafa gert samning um rekstur 10-11 verslana í brottfararsal og komusal flugstöðvarinnar. Verslanirnar munu opna í júní um leið og fyrsti hluti nýs brottfararsvæðis opnar. Verslun 10-11 í komusal verður svipuð öðrum 10-11 verslunum nema nokkuð minni. Þessi nýbreytni í flugstöðinni mun auka þjónustu við alla þá sem eiga leið um flugstöðina. Kaffibar verður í versluninni þar sem gestum gefst kostur á gæða sér á kaffi og öðrum veitingum.

Í verslunum 10-11 á brottfararsvæði flugstöðvarinnar verður áhersla lögð á innlenda og erlenda lúxusmatvöru. Einnig verður selt þar innlent áfengi, sælgæti, gosdrykkir og vatn. Hluti þessara vöruflokkar hafa verið hjá Íslenskum markaði í flugstöðinni en með samningunum við 10-11 og Rammagerðina taka einkaaðilar við öllum rekstri sem Íslenskur markaður áður annaðist. 

FLE hefur rekið Íslenskan markað í tæp 2 ár en nú sér fyrir endann á því. Frá og með 1. apríl n.k. mun Íslenskur markaður hætta rekstri í flugstöðinni og FLE  ekki koma frekar að þeim rekstri.    

Samningurinn er einn þáttur í að bæta þjónustu við flugfarþega meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni en sú stefna var mótuð þegar ráðist var í forval um val á verslunaraðilum.   

Guðjón Reynisson framkvæmdastjóri undirritaði samning fyrir hönd 10-11. og Höskuldur Ásgeirsson forstjóri undirritaði samningana fyrir hönd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.

Á mynd eru: Jenný Harðardóttir forstöðumaður Íslensk markaðar, Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Guðjón Reynisson Framkvæmdastjóri 10-11 og Guðmundur Páll Gíslason Innkaupastjóri 10-11.

Af airport.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024