#xvf2014: Gunnar Þórarinsson á líka grínbol

Húmorinn í lagi í aðdraganda kosninga

Fyrr í vikunni vakti Guðmundur Stefán Gunnarsson frambjóðandi Framsóknar nokkra athygli vegna klæðaburðar síns. Í umræðu á Twitter var því velt upp hvort það væri ásættanlegt að frambjóðendur í bæjarstjórnarkosningum þyftu að klæðast á einhvern ákveðinn hátt til þess að teljast trúverðugir.

Frjálst afl með Gunnar Þórarinsson fremstan í flokki, sáu sér leik á borði í kjölfar umræðunnar og birtu mynd af Gunnari á Instagram ásamt formanni Ung-frjálsra, Bjarka Má Viðarssyni, þar sem sá fyrrnefndi er einmitt í grínbol líkt og téður Guðmundur. Á bolnum eru ódauðleg ummæli Georgs Bjarnfreðarsonar úr Vaktarseríunni góðu „Ég er með fimm háskólagráður,“ prentuð en undir myndinni senda þeir félagar einnig skilaboð. „Ráðum bæjarstjóra með rekstrarmenntun og hæfileika! Innihaldið skiptir öllu máli, dæmum ekki bókina eftir kápunni.“ Húmorinn í lagi hjá Frjálsu afli.

Við á Víkurfréttum viljum svo koma því á framfæri að þeir sem vilja taka þátt í umræðunni á Twitter, Facebook eða Instagram hvað varðar kosningarnar á Suðurnesjum, geta notað „hashtaggið“ #xvf2014 til að koma sínu á framfæri.