Vita Bandaríkjamenn eitthvað um fótbolta?

Svo virðist ekki vera

Nú er Heimsmeistarakeppnin í fótbolta í  fullum gangi eins og flestir vita. Bandaríkjamenn hafa staðið sig vel og vakið verðskuldaða athygli. Áhugi Bandaríkjamanna á fótbolta er misjafn en svo virðist sem sumir aðdáendur telja sig vita meira en þeir gera í raun og veru. Jimmy Kimmel lét reyna á þekkingu Bandaríkjamanna hvað varðar knattspyrnuna, en þeir voru teknir tali á götu úti. Þáttastjórnandinn spurði þau ýmissa spurningar um knattspyrnukappann bandaríska Landon Donovan, hvernig hann hafi verið að spila í keppninni í ár o.s. frv. Það sem viðmælendur virtust ekki vita er að Donovan er alls ekki á keppa á HM, þar sem hann var ekki valinn. Hér að neðan má sjá myndbandið.