Vinsæl vefsíða mælir með afslöppun á Garðskaga

Bandaríska vefsíðan Mashable mælir með afslappandi sumarfríi við Garðskagavita þetta sumarið. Vefsíðan fjallar um níu staði víðs vegar í heiminum sem hentar vel fyrir sumarfrí í rólegri kantinum. Í umsögn um Garðskagavita segir reyndar að gamli vitinn sé sá hæsti á Íslandi en þar er sjálfsagt átt við nýja vitann, en hann er hæsta vitahús landsins.

Alls heimsækja um 34 milljónir manns vefsíðuna í hverjum mánuði og 14 milljónir fylgjast með skrifum síðunnar á samskiptamiðlum. Því er um að ræða allmikla auglýsingu fyrir Garðinn.