VefTV: Sjáðu hvernig Ísland varð til

Úr 3000 vörum úr Flugstöðinni

Listakonan Kristín María Sigþórsdóttir setti saman á dögunum skemmtilegt listaverk þar sem Ísland og Flugstöðin mætast á frumlegan hátt. Listakonan gerði þá líkan af landinu okkar góða með því að notast við yfir 3000 vörur sem finna má í verslunum Flugstöðvarinnar. Verkið var sett saman að nóttu til og tók 12 klukkustundir í smíði. Myndband af gerð verksins má sjá hér að neðan.