VefTV: Sia á rúntinum með Corden

Enn og aftur er Bretinn James Corden á rúntinum. Núna er söngkonan dulafulla Sia með þáttastjórnandanum hressa í för. Að venju taka þau nokkur góð tóndæmi á meðan þau rúnta um stræti Los Angeles borgar. Söngkonan útskýrir m.a. af hverju hún kýs að hylja á sér andlitið þegar hún er á meðal almennings og segir einnig frá dökkri fortíð sinni.

Myndaband frá ferðalagi þeirra má sjá hér að neðan.