VefTV: Krossbrá við vinnustaðahrekk

Keflvíkingurinn Viktor Guðnason var hrekktur hressilega af vinnufélögum sínum hjá Innkaupadeild ITS í Flugstöðinni á dögunum. Vinnufélagarnir höfðu þá límt þokulúður undir stól Viktors sem var nýkominn úr vinnuferð erlendis frá. Viktor var aðgjörlega grunlaus þegar hann fékk sér sæti í rólegheitunum með kaffibollann, en honum krossbrá svo auðvitað þegar lúðurinn gall með látum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Vinnufélagarnir skemmtu sér konunglega og hlógu dátt. Að sögn samstarfsmanns Viktors eru hrekkir nokkuð tíðir á skrifstofunni og á hann allt eins von á hefndaraðgerðum frá Viktori.