VefTV: Hvernig klúðra skal ísfötu áskoruninni

Sífellt er að færast í aukana að fólk taki fötu af ísköldu vatni, helli yfir hausinn á sér og taki herlegheitin upp á myndband. Þetta er allt saman gert í góðgerðaskyni og er hver stórstjarnan á fætur annarri að taka þátt, sem og fólk um víða veröld. Myndböndin eru orðin vel á aðra milljón og hefur æðið m.a. borist hingað til Íslands. Þetta tekst þó ekki eins og best verður á kosið hjá öllum. Til eru myndbönd þar sem áskorunin mistekst hræðilega, en við fundum eimitt frábært slíkt myndband sem sjá má hér að neðan.

Hér er svo David Beckham að skella í sig einni ískaldri fötu.