Valdi ætlar að semja baráttusöng jafnaðarmanna

Oddný Harðar og Valdimar vinna leiksigur í skemmtilegu myndbandi

Garðbúinn Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar er í formannsslag þessi misserin. Oddný er einn af fjórum frambjóðendum sem vilja í formennsku Samfylkingar. Þegar er byrjað að kjósa en kosningu lýkur við upphaf landsfundar Samfylkingar þann 3. júní. Oddný ákvað að fá stórsöngvarann Valdimar Guðmundsson til liðs við sig í kosningabaráttunni. Oddný vildi endilega að Valdi myndi semja fyrir hana vinsælt lag sem getur sameinað alla jafnaðarmenn. Það reynist ekki mikið vandamál fyrir söngvarann snjalla og lagið nánast semur sig á staðnum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.