Þingmenn í atvinnuleit

„Það kemur ekki á óvart að sjá þetta á borðum í matsal Alþingis á þessum tímum þegar stutt er í kosningar. En læt ósagt á borði hvaða flokks þetta var. Maður gæti nú þurft að glugga í þetta ef illa fer næstu vikur“.

Þetta skrifar Vilhjálmur Árnason, alþingismaður úr Grindavík, við mynd af aukablaði Morgunblaðsins sem inniheldur atvinnuauglýsingar. Myndin er tekin í matsal Alþingis en þar á bæ eru fjölmargir að skipta um starfsvettvang á næstu vikum.

Vilhjálmur sækist eftir áframhaldandi starfi á Alþingi og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.