Taktföst feðgin takast á

Stelpan er ótrúlegur „bítboxari“

Það er ekki að hverjum degi sem feðgin setjast saman við matarborðið og keppa í „bítboxi“ eins og það er oftast nefnt. Þeir sem búa yfir þessum sérstöku hæfileikum eru oftast kallaðir taktkjaftar á íslensku enda snýst þetta um að framleiða trommuhljóð, takta og ýmis óhljóð með munninum.

Þessi faðir skoraði á dóttur sína í keppni um hvort væri taktvissra en líklega hefur hann séð eftir því enda er stelpan ótrúlega hæfileikarík eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.