Syngjandi prestur slær í gegn

Hjartnæmt myndband

Írski Presturinn Ray Kelly hefur heldur betur slegið í gegn eftir frábæra frammistöðu í brúðkaupi á dögunum. Presturinn tók sig til og söng handa verðandi brúðhjónum sem áttu alls ekki von á skemmtiatriði prestsins. Lagið sem presturinn söng var einkar viðeigandi en það má sjá hér að neðan í hjartnæmu myndbandi.