Svona klæðir maður sig í buxur

- Án þess að nota hendurnar

Ef þú hefur einhvern tímann velt því fyrr þér hvort hægt sé að klæða sig í þröngar buxur án þess að notast við hendurnar, þá er þetta myndband eitthvað fyrir þig. Þessi sniðugi Kínverji hefur augljóslega lagt mikla vinnu og þrotlausar æfingar í að fullkomna þessa list, en hér að neðan má sjá hvernig farið er að.