Sumarsmellurinn í ár kemur úr Grindavík

Á Bene - syngja strákarnir í DúBilló

Sumarsmellurinn í ár kemur líklega frá Grindavík. Félagarnir Pálmar Örn Guðmundsson og Svanur Bjarki Úlfarsson í hljómsveitinni DúBilló sendu nýlega frá sér lagið Bene sem hefur verið að vekja nokkra athygli. Lagið var samið í sumarfríi þeirra í fyrra þar sem þeir voru einmitt staddir á Benidorm. Lagið er hressandi og ætti að koma öllum í sumarskap í góðviðrinu. Lagið má heyra hér að neðan.