Stærsta skip í heimi er eins og 4 fótboltavellir

Stærsta skip heims CSCL Globe kom til hafnar í borginni Felixstowe í Suffolk í Englandi 7. jan. Þetta risaskip er á við fjóra fótboltavelli og ber 19.100 gáma. Auðvitað er skipið frá Kína.

Skipið er 400 metra langt og 54 metrar á breidd. Þyngd þess er um 184 þús. tonn. Það fór fór frá Shanghai 8. desember og kom á áfangastað mánuði síðar. Fjögur þúsund gámar í farmi skipsins innihéldu 57 þús. tonn af varningi til Breta, mat, drykki og fatnað. Í farminum voru einnig 109 gámar með húsgögnum, 62 voru með ísskápum og þvottavélum, 104 voru með skófatnaði, sextán fóru í land í Englandi með leikföngum og töskum og 42 voru með bókum. Eftir lestun á gámunum fjögur þúsund í Felixstowe hélt Kínaskipið til Rotterdam í Hollandi en síðan lá leiðin til Þýskalands og Belgíu. Þúsundir gáma fóru aftur í skipið á viðkomustöðunum.
Fullhlaðið getur skipið flutt 156 milljón pör af skóm, 300 milljón spjaldtölur eða 900 milljón niðursuðudósir.
Flestir gámanna á CSCL Globe voru 40 feta. Gert var ráð fyrir því að þrjá daga tæki að lesta skipið í Felixstowe.