Spiluðu flókið og þekkt tónverk á gólfpíanó

Þau okkar sem fædd erum fyrir 1985 munum líklega flest eftir atriði úr myndinni Big með Tom Hanks í aðalhlutverki, þar sem karakter Tom og yfrirmaður hans spila lagið Chopsticks á gólfpíanó í leikfangaverslun þess síðarnefnda.

Tvær starfsstúlkur verslunarkeðju tóku svona píanóleik skrefinu lengra og spiluðu verkið Toccata e fuga í D minor eftir Jóhann Sebastian Bach, við mikla hrinfingu viðstaddra.

Margir kannast líklega við það verk í upphafi teiknimyndaþáttanna Einu sinni var sem voru á dagskrá RÚV á 8. og 9. áratugnum.