Skipulagt kaos á ameríska vísu!

Jose Gasparilla er greinilega áhugavert sjóræningjaskip sem fékk magnaðar móttökur þegar það kom siglandi inn Seddon skurðinn milli Davis Islands and Harbor Island í Tampa í Flórída. Sjóræningjaskipið var hins vegar umkringt hundruðum smábáta sem síður en svo sigla í beinni línu eða virða siglingafræðin eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá ABC Action News.