Skelfilegur sonur hræðir líftóruna úr pabba gamla

Það er ekkert sérstaklega fallegt að bregða fólki, hvað þá foreldrum sínum. Þó að þetta sé andstyggilegt myndband þá er það um leið bráðfyndið. Sonurinn hefur hér dundað sér við að bregða pabba gamla í dágóðan tíma og hefur hann tekið viðbrögðin upp í hvert einasta skipti. Niðurstaðan er óborganleg eins og sjá má hér að neðan.