Sjáðu nýju höfuðstöðvar Facebook

Göngustígar og grænir blettir.

„Í dag við fluttum í nýja Facebook bygginguna okkar í Menlo Park, Kaliforníu,“ segir Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi þessa valdamikla samfélagsmiðlis á eigin Facebook síðu í dag. 
 
Markmið þeirra með að flytja á þennan stað var að búa til hið fullkomna opna vinnupláss fyrir teymin innan fyritækisins til að vinna saman. „Við vildum búa til sömu tengsl í rýmum okkar til að búa til sömu tilfinningu fyrir samfélaginu og tengsl meðal starfsfólks okkar um allan heim.“
 
Til að gera þetta var hönnuð stærsta opna vinnupláss-áætlun í heiminum - eitt herbergi sem rýmir þúsundir manna. Þar verður gífurlegur fjöldi rýma þar sem fólk getur unnið saman og auðvelt verður fyrir starfsfólk að vinna saman og eiga samskipti. Á þakinu er níu ekra garður með göngustígum og mörgum aðstöðum til að sitja úti við vinnu. 
 
„Húsið sjálft er frekar einfalt og er ekki fínt. Það er líka tilgangurinn. Við viljum að rýmið okkar framkalli þá líðan að verið sé að verk séu í vinnslu. Þegar þú kemur inn í byggingar okkar, við viljum að þú finnir að mikið verk sé óunnið fyrir okkur við að tengja heiminn saman,“ segir Mark. 
 
Hann deildi jafnframt meðfylgjandi mynd.