Rollur á beit undir eldhúsglugganum

– taktu mynd og merktu #vikurfrettir

Það stoppaði ekki síminn á ritstjórninni í gær þegar fréttist af rollum á beit við Birkiteig í Keflavík. Áratugir eru síðan það þótti daglegt braut að sjá rollur á beit í bæjarlandinu og alveg undir eldhúsglugganum.

„Fékk skemmtilegt snapchat frá Guðmundi Valssyni, vini mínum. Held að mynd segi meira en þúsund orð,“ segir Sigurður Bjarnason, sem sendi meðfylgjandi mynd til Víkurfrétta.

Þið ykkar sem náið skemmtilegum myndum getið alltaf merkt þær #vikurfrettir og þar með séð þær birtast á vf.is.