Rammfalskur Valdimar boðar aukatónleika

Valdimar Guðmundsson söngvari fer á kostum í karaoke-klefanum í Hljómahöll þar sem hann boðar aukatónleika þar sem uppselt sé orðið á tónleika hljómsveitarinnar Valdimars þann 30. desember.

„Okkur þykir alveg afskaplega skemmtilegt að tilkynna það að það sé nú uppselt á tónleikana okkar í Hljómahöll þann 30. desember. Okkur þykir líka mjög skemmtilegt að tilkynna það að við höfum ákveðið að halda aukatónleika sama kvöld klukkan 23,“ segir Valdimar.

Lesendur eru hvattir til að smella á myndskeiðið hér að neðan og leggja mat á það hvort Valdimar sé rammfalskur í söngnum - eða ekki.
 

 

 

Okkur þykir alveg afskaplega skemmtilegt að tilkynna það að það sé nú uppselt á tónleikana okkar í Hljómahöll þann 30. desember. Okkur þykir líka mjög skemmtilegt að tilkynna það að við höfum ákveðið að halda aukatónleika sama kvöld klukkan 23 og það er hægt að panta miða á þá hér: https://tix.is/is/event/1274/valdimar/Hér er smá vídjó af söngvaranum okkar sem vildi endilega tjá sig um þetta allt saman.

Posted by Valdimar on 23. nóvember 2015