Ragnheiður Elín var heimsfræg í fjórar sekúndur

Í nýjum doppóttum kjól á HM 94'

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fékk sinn skammt af heimsfrægð á sínum tíma. Ragnheiður var námsmaður í Bandaríkjunum á árum áður en hún skellti sér m.a. á leik í heimsmeistarakeppninni þar í landi á námsárunum. Ragnheiður birti í gær myndband á facebook frá heimsmeistarakeppninni frá árinu 1994, sem haldin var í Bandaríkjunum, en þar sem henni bregður fyrir á skjánum í nokkrar sekúndur á leik Spánar og Sviss.

„Í tilefni af lokaleik HM langar mig að deila 20 ára gömlu örstuttu myndbandi frá HM94 í Bandaríkjunum. Þar öðlaðist ég heimsfrægð í 4 sekúndur í nýja doppótta kjólnum mínum,“ sagði keflvíski ráðherrann en yfir 300 vinum hennar á facebook líkaði við myndbandið sem sjá má hér að neðan.