Ragnheiður Elín er frábær dansari

Stelur senunni í árhátíðarmyndbandi stjórnarráðsins

Myndband af nokkrum hressum ráðherrum Íslands að taka létt dansspor hefur dúkkað upp á yfirborð internetsins. Myndbandið var sýnt á árshátíð stjórnarráðsins um helgina þar sem öll ráðuneytin komu saman og skemmtu sér.

Að öðrum ólöstuðum stelur Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra senunni með frábærum tilþrifum en aðrir sem koma þarna fram eru m.a. Sigmundur Davíð, Kristján Þór Júlíusson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eygló Harðardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson.