OMAM eiga næst vinsælasta lag ársins

Valdimar á tvö lög á topp 100 hjá Rás 2

Af hundrað mest spiluðu lögum Rásar 2 eru nokkur ættuð frá Suðurnesjum. Krakkarnir í Of Monsters And Men eiga þ.a.m. næst mest spilaða lagið, en það er lagið Crystals sem var fyrsta smáskífan af nýjustu plötu sveitarinnar Beneath the Skin. Lagið Empire kemst líka á lista og er 55. mest spilaða lag ársins.

Myndbandið hefur fengið yfir níu milljón spilanir á Youtube en þar fer Siggi Sigurjóns á kostum.

Piltarnir í Valdimar eiga svo tvö lög á listanum en lag þeirra Ryðgaður dans naut talsverðra vinsælda á árinu. Það hafnaði í 66. sæti yfir mest spiluðu lög árins á meðan lagið Læt það duga situr í sæti númer 93.

Njarðvíkingurinn Sigurður Guðmundsson söng svo eitt að lögum ársins en lagið Mannanafnanefnd hitti í mark hjá landsmönnum. Sjá má listann í heild sinni hér.