Nýtt lag frá Hjálmum og Erlend Øye

Hér má sjá nýtt lag sem hljómsveitin Hjálmar vann með norska tónlistarmanninum Erlend Øye. Myndbandið var tekið upp í Suður-Kóreu en þar má sjá Sigurð Guðmundsson í stóru hlutverki, en hann syngur viðlag lagsins. Sigurður er nú búsettur í Noregi þar sem hann vinnur mikið með Erlend. Lagið heitir Garota og má sjá hér að neðan.

Erlend Øye er hvað helst þekktur fyrir störf sín í dúóinu Kings of Convenience og úr hljómsveitinni Whitest boy alive. Hjálmar hafa áður unnið með Øye en þeir spiluðu með honum á plötu á síðasta ári.