Fóru niður 20 fossa á Íslandi á kajak og með kamerur

Þeir Ben Brown og Anton Immler fóru í blauta og villta kajak-ferð til Íslands og létu sig falla niður tólf fossa, þar á meðal Goðafoss. Ævintýrin voru mynduð með nýrri GoPro myndavél og myndirnar sýna að þeir gáfu ekkert eftir í fossafjöri á kajak og með myndavél sem þolir högg, vatn og flug.
„Það er ekki til betri staður í heiminum fyrir svona ævintýri en Íslands. Það eru fossar úti um allt land og það er auðvelt að fara í þá,“ sögðu þeir félagar.
Þeir sögðust hafa vanist hitastiginu en sögðu að vatnið gæti ekki orðið kaldara áður en það frýs. Fossar sem þeir sóttu heim voru m.a. Aldeyjarfoss sem er norður á Sprengisandi, Þjófafoss og Goðafoss og svo fóru þeir auðvitað á Vatnajökul og í Jökulsárlón og sigldu m.a. inn í íshella. Aldeyjarfoss er einn hæsti foss í heimi en fallið er um 20 metrar, Þjófafoss var sá hættulegasti en Goðafoss heillaði þá mest. „Þú lætur þig falla og ert með áhorfendur sem eru oft margir við Goðafoss,“ segja þeir á vefsíðunni redbull.com.

Hér er eitt video frá þeim og annað hér að neðan:
http://www.redbull.com/en/adventure/stories/1331744785836/a-wet-and-wild-waterfall-road-trip-in-iceland