Myndi leyfa böll á föstudögum

FS-ingur vikunnar

Elva Dögg Sigurðardóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 19 ára Keflvíkingur sem gegnir stöðu formanns Nemendafélags skólans. Í sumar ætlar Elva að vinna á Spáni og eftir úrskrift er stefnan tekin á Afríku, annað er óráðið varðandi framtíðina.

Helsti kostur FS?
Breiða brosið hennar Hebu á morgnanna.

Hjúskaparstaða?
Er í allsherjar leit..

Hvað hræðistu mest?
Að vera grafin lifandi er minn allra versti ótti!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Húff, það er aragrúa hæfileikafólks í FS, fyrstur uppí hugann er Sigurður Smári.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Sölvi er alveg óútreiknanlegur og erfitt oft að vita hvort hann er að grínast eða tala af alvöru, mér finnst hann fyndinn.

Hvað sástu síðast í bíó?
Ætli það hafi ekki verið Lífsleikni Gillz - mynd sem ég ætlaði ekki að sjá. Fór inn með engar væntingar, þess vegna fannst mér hún alveg góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Beyglur með rjómaosti.

Hver er þinn helsti galli?
Fljót að æsa mig og trúi aðeins of mikið á það góða í fólki.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Pass, sorry krakkar.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Þá myndi ég leyfa böll á föstudögum, leyfa formanni NFS að hafa lykil af skólanum og gefa nemendafélaginu eina kennslustofu sem skrifstofu.

Áttu þér viðurnefni?
Ekkert sérstakt, strákarnir í stjórninni kalla mig samt miður fallegu nafni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Er gjörn á að segja „Nei dreptu mig ekki“ þegar ég er hneyksluð á einhverju og finnst mér það hrikalega ljótur ávani!

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Ég er mjög ánægð með að fólk er farið að taka aðeins meira þátt en áður, margir komnir með annan fótinn út úr boxinu.

Áhugamál?
Íþróttir, félagsmál og útlönd.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Sumrinu ætla ég að eyða í vinnu á Spáni svo kem ég heim og útskrifast og ætla þá til Afríku, annað er óráðið.

Ertu að vinna með skóla?
Er ekki í launaðri vinnu en verkefni nemendafélagsins eru vinna útaf fyrir sig.

Hver er best klædd/ur í FS?
Hjörtur er flottur og síðan er Sylvía Rut Kára alltaf rosa fín.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?
Vá erfið spurning, er ennþá að leita af tvífara mínum samt örugglega bara bróðir minn með hárkollu.

Eftirlætis:
Kennari: Kolla verður alltaf uppáhaldið mitt
Fag: í skólanum Spænskan
Sjónvarpsþættir: The Carrie Diaries
Kvikmynd: Stikkfrí mun bara alltaf eiga stað í hjarta mínu
Hljómsveit/tónlistarmaður: Jón Jónsson
Leikari: Liam Neeson er alltaf jafn mikill töffari
Vefsíður: þessa stundina er dohop.is minn besti vinur
Flíkin: svörtu H&M skórnir sem ég fer í hvern einasta dag
Skyndibiti: Er Saffran skyndibiti?
Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Gömlu lögin hennar Taylor Swift eru góð....