Michael Jackson spilaður á flösku

Hér má sjá bráðskemmtilega útgáfu af slagaranum Billie Jean með Michael Jackson. Ótal margar útgáfur hafa verið gerðar af laginu en þessi er án efa með þeim frumlegri. Danska hljómsveitin The Bottle Boys spiluðu lagið á bjórflöskur. Þeir nota einnig allskyns hluti sem gefa frá sér áhugaverð hljóð, meðal annars eggjabakka, vatnstank og fleira. Hljómsveitin hefur gert fleiri lög á þessa vegu m.a. Talk Dirty og Call Me Maybe. Hér að neðan má sjá myndband af útgáfu þeirra af Billie Jean.