Með söngvara Coldplay á rúntinum

Myndbönd James Corden hafa slegið í gegn

Spjallþáttastjórnandinn James Corden hefur heldur betur slegið í gegn með myndböndum sínum þar sem hann fær stórstjörnur til þess að taka lagið með sér á rúntinum.

Nú fær hann í bílinn til sín Chris Martin söngvara Coldplay og fara þeir félagar hreinlega á kostum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Coldplay munu spila í hálfleik í Super bowl og grínast þeir örlítið með það og ræða muninn á enskum og amerískum fótbolta. Þeir félagar heiðra svo minningu David Bowie með skemmtilegri útgáfu á laginu Heros sem Bowie gerði frægt á sínum tíma.