Lögguvaktin vinsæl á Twitter

Eftirlit netverja með hraðamælingum lögreglu

Notendur samskiptaforitsins Twitter eru ansi sniðugir oft og tíðum en segja mætti að talsverður samfélagsbragur ríki í Twitterheimum

Dæmi um þennan samfélagsbrag er sérstakt myllumerki (hashtag) sem nú sífellt er að verða vinsælla. Um er að ræða myllumerkið #lögguvaktin, en þar er fólk að deila því hvar lögreglan er að störfum hverju sinni á Suðurnesjum. Oftast er um að ræða staðsetningu lögreglunnar á Reykjanesbrautinni eða hvar sé verið að mæla ökuhraða á Suðurnesjum. Svo er bara spurning hvort ökumenn sé að aka löglega vegna þessa framtaks unga fólksins.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um stöðuuppfærslur á Twitter þar sem lögguvaktin er að störfum.

 

  • Löggi að mæla rétt hja innri njarð á brautinni #lögguvaktin
  • löggan að mæla hjá ikea i garðabæ á ómerktum bil #lögguvaktin
  • Virkilega ánægður með samstöðuna á twitter. Sameinuð stöndum vér! #lögguvaktin #90km
  • Löggan á þremur stöðum á brautinni #drivesafe #lögguvaktin
  • Lögga að mæla á leiðinni í bæinn, áður en komið er að Gri afleggjara #lögguvaktin
  • Gummi Sæm að mæla á mótorhjólinu hjá vogaafleggjara #lögguvaktin
  • Ég elska lögguvaktina! Engin á brautinni btw #lögguvaktin
  • Löggan er að mæla við...fokk löggan stoppaði mig fyrir að vera á twitter meðan ég er að keyra. #donttextanddrive #lögguvaktin